Tvíhliða samskipti á sviði sjávarútvegs
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 11
Í dag átti Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra fund með Lars Emil Johansen, formanni grænlensku landsstjórnarinnar um tvíhliða samskipti landanna, einkum á sviði sjávarútvegs. Sérstaklega voru ræddar gagnkvæmar loðnuveiðiheimildir landanna. Formaður landsstjórnarinnar verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 27. til 29. febrúar n.k.
Á Grænlandi stendur nú yfir NUUREK }97 kaupstefnan, sem ætlað er að stuðla að auknum viðskiptum landanna. Um 70 Íslendingar taka þátt í kaupstefnunni. Utanríkisráðherra hélt í dag meðfylgjandi erindi á kaupstefnunni um tengsl Íslands og Grænlands fyrr og síðar.
Reykjavík, 20. febrúar 1997