Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 1997 Utanríkisráðuneytið

Tvíhliða samskipti á sviði sjávarútvegs

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 11



Í dag átti Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra fund með Lars Emil Johansen, formanni grænlensku landsstjórnarinnar um tvíhliða samskipti landanna, einkum á sviði sjávarútvegs. Sérstaklega voru ræddar gagnkvæmar loðnuveiðiheimildir landanna. Formaður landsstjórnarinnar verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 27. til 29. febrúar n.k.

Á Grænlandi stendur nú yfir NUUREK }97 kaupstefnan, sem ætlað er að stuðla að auknum viðskiptum landanna. Um 70 Íslendingar taka þátt í kaupstefnunni. Utanríkisráðherra hélt í dag meðfylgjandi erindi á kaupstefnunni um tengsl Íslands og Grænlands fyrr og síðar.


Reykjavík, 20. febrúar 1997




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta