Skýrsla OECD um fiskveiðistjórnun
Fréttatilkynning
Skiptir hagkvæmni máli?
Ráðstefna um skýrslu OECD
um fiskveiðistjórnun
Ráðstefna um skýrslu OECD
um fiskveiðistjórnun
Á árunum 1993 til 1996 stóð fiskimálanefnd OECD fyrir könnun á mismunandi aðferðum við fiskveiðistjórnun í aðildarríkjum samtakanna. Nefndin mun skila endanlegri skýrslu um þessa vinnu innan fárra vikna. Í tilefni af þessu stendur sjávarútvegsráðuneytið fyrir ráðstefnu um OECD skýrsluna þriðjudaginn 4. mars n.k. undir yfirskriftinni: Skiptir hagkvæmni máli?
Formaður sérstaks vinnuhóps sem vann að gerð skýrslunnar fyrir OECD, Per Mickwitz, hagfræðingur, verður meðal ræðumanna og mun hann fjalla um helstu niðurstöður skýrslunnar. Yfirskrift ræðu Mickwitz er: Mat OECD á aðferðum við fiskveiðistjórnun í aðildarríkjum samtakanna.
Nýsjálendingar hafa um langt árabil búið við fiskveiðistjórnun með framseljanlegum aflakvótum sem að mörgu leyti líkist kerfinu sem nú gildir hér á landi. Alastair Macfarlane, aðstoðarforstjóri New Zealand Fishing Industry Board, mun á ráðstefnunni fjalla um nýsjálenska fiskveiðistjórnun. Hann nefnir erindi sitt: Reynsla Nýsjálendinga af fiskveiðum með framseljanlegum aflakvótum.
Myndun eignarréttinda með sérstöku tilliti til fiskistofna nefnist erindi sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, flytur. Þorkell Helgason, orkumálastjóri, heldur erindi sem nefnist: Auðlindanýting og almannahagur. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, ávarpar ráðstefnugesti en Ragnar Árnason, prófessor, verður ráðstefnustjóri. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 4. mars n.k. og hefst klukkan 13:15 með innritun. Nánari upplýsingar eru veittar í sjávarútvegsráðuneytinu.
Sjávarútvegsráðuneytið,
27. febrúar 1997
27. febrúar 1997