Hoppa yfir valmynd
20. mars 1997 Utanríkisráðuneytið

Aðgerðir Ísraelsstjórnar í Austur-Jerúsalem

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 20

Með nýlegum ákvörðunum sínum, nú síðast um byggingu íbúðarhverfis fyrir Gyðinga í austur hluta Jerúsalems, hefur Ísraelsstjórn gerst helsti Þrándur í Götu friðarferlisins í Mið-Austurlöndum og er nú hætta á að það stöðvist algjörlega. Framkvæmdir eru þegar hafnar við byggingu Har Homa hverfisins þrátt fyrir einróma viðvaranir og áskoranir nær allra ríkja heims, en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var samþykkt í s.l. viku ályktunartillaga þessa efnis með 130 atkvæðum gegn 2 (Ísrael og Bandaríkin).
Utanríkisráðherra endurtekur andstöðu við síðustu friðspillandi aðgerðir Ísraelsmanna og hvetur til, að þeim verði hætt án tafar, en þess í stað aftur teknar upp viðræður við Palestínumenn um framhald friðarferlisins í samræmi við Oslósamkomulagið frá 1993 og aðra samninga sem fylgt hafa í kjölfarið.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 20. mars 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta