Hoppa yfir valmynd
23. maí 1997 Matvælaráðuneytið

Fundur sjávarútvegsráðherra N-Atlantshafsríkja

FRÉTTATILKYNNING
Fundur sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsríkja



Árlegur fundur sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsríkja verður haldinn í þriðja sinn í Þórshöfn í Færeyjum 25. til 27. maí n.k., í boði John Petersen sjávarútvegsráð-herra Færeyja. Til ráðstefnunnar er boðið sjávarútvegsráðherrum Grænlands, Íslands, Kanada, Noregs og Rússlands, auk sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins.

Fyrsti sameiginlegi fundur ráðherranna var haldinn haustið 1996 í St. John's á Nýfundnalandi, en annar fundurinn var haldinn í Reykjavík í maí í fyrra.

Meginefni fundarins að þessu sinni verða í fyrsta lagi upplýsingaskipti um þróun fiskveiða innan lögsagna. Í öðru lagi umræður um stjórnun, eftirlit og vísinda-samvinnu. Í þriðja lagi sjálfbærar fiskveiðar og vistkerfi hafsins og í fjórða lagi umræður um málefni svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana.

Strax að ráðherrafundinum loknum hefst í Þórshöfn 7. ársfundur Norður-Atlantshafss sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Verða ráðherrarnir viðstaddir setningu ársfund-arins. Færeyjar, Grænland, Ísland og Noregur eiga aðild að NAMMCO, en Kanada og Rússland hafa einnig sótt fundinn í því skyni að fylgjast með.

Sjávarútvegsráðuneytið,
23. maí 1997

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta