Lok síldarvertíðar
Lok síldarvertíðar
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð, sem lýtur að lokum yfirstandandi síldarvertíðar. Samkvæmt reglugerð þessari falla leyfi þeirra síldarbáta, sem landað hafa síld á yfirstandandi vertíð, niður þegar við næstu löndun eftir 31. maí n.k. Leyfi þeirra báta, sem ekki hafa landað síld á þessari vertíð, falla úr gildi frá og með 1. júní n.k. Með reglugerð þessari er að því stefnt, að hvert skip, sem farið hefur til síldveiða á vertíðinni, geti farið eina veiðiferð eftir sjómannadag, sem er næsta sunnudag. Þær upplýsingar, sem liggja fyrir um afla og burðargetu síldarflotans, benda til þessa að mjög fari nærri því, að leyfilegur heildaraflinn Íslands náist með einni veiðiferð þeirra skipa, sem tekið hafa þátt í veiðunum til þessa.
Sjávarútvegsráðuneytið
28. maí 1997
28. maí 1997