Fundur Halldór Ásgrímsssonar og Jacques Poos
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 50
Hinn 28. maí 1997 var haldinn fundur Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, og Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar. Lúxemborg verður í formennsku í Evrópusambandinu frá 1. júlí til ársloka 1997 og var tilefni fundarins að ræða þau málefni sem Lúxemborg mun leggja mesta áherslu á í formennskutíð sinni. Meðal annars var rætt um ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, Schengen-samstarfssamninginn, samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, EMU og stækkun NATO.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 29. maí 1997