Br. á rgl. 104/1997, 298/1997 og 291/1997
Fréttatilkynning
Breytingar á rgl. 104/1997, 298/1997 og 291/1997
Ráðuneytið hefur í dag gefið út þrjár reglugerðir sem fylgja hjálagt. Verður hér getið helstu breytinga.
Breyting á rgl 104/1997, um gerð og búnað smáfiskaskilju.
Ef togveiðar eru stundaðar á svæðum þar sem áskilin er notkun á smáfiskaskilju er heimilt að nota net með lágmarksmöskvastærðinni 135 mm. í skiljuhólknum og þar fyrir aftan. Breyting þessi tekur gildi 15. júní 1997.
Breyting á rgl. 298/1997, um verndun smáfisks við dragnótaveiðar fyrir Suðaustur-landi.
Ef togveiðar eru stundaðar á svæði fyrir Suðausturlandi sbr. reglugerð nr. 298/1997 um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar fyrir Suðausturlandi og notaður er legggluggi í veiðarfærinu er heimilt að nota net með lágmarksmöskvastærð 135 mm í gluggastykkinu og þar fyrir aftan. Breyting þessi tekur gildi 15. júní 1997
Breyting á rgl. 291/1997, um botn- og flotvörpur.
Á milli 14° og 18°V fyrir Norðausturlandi hafa rækjuveiðar aðeins verið leyfðar hafi rækjuvarpan verið búin leggpoka. Með þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar eiga skipin val á því hvort notaður er leggpoki eða smárækjuskilja við rækjuveiðar á svæðinu. Breyting þessi tekur gildi frá og með 19. júní 1997.
Sjávarútvegsráðuneytið
13. júní 1997.
13. júní 1997.