Hoppa yfir valmynd
26. júní 1997 Utanríkisráðuneytið

EES-ráðið

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 62


Í dag var haldinn sjöundi fundur EES-ráðsins í Brussel. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EFTA/EES-ríkjanna og aðildarríkja ESB ásamt fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat fundinn fyrir Íslands hönd.

Á fundinum var EES-samningurinn til umræðu og var það samdóma álit fundarmanna að framkvæmd hans gengi vel. Einnig var m.a. fjallað um stækun ESB og niðurstöður leiðtogafundar ESB 16.-17. júní sl., þar með talið Schengen-samstarfið og Efnahags- og myntbandalagið.

Í tengslum við ráðsfundinn var haldinn sérstakur fundur ráðherra EES-ríkjanna þar sem skipst var á skoðunum um pólitísk málefni. Á þeim fundi var einkum rætt um Rússland, friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs, fyrrum Júgóslavíu, Albaníu og tengslin yfir Atlantshafið. Hafði utanríkisráðherra framsögu varðandi tengslin yfir Atlantshafið.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 26. júní 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta