Hoppa yfir valmynd
11. júlí 1997 Utanríkisráðuneytið

Afmörkun hafsvæðis milli Íslands og Grænlands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 068

Svo sem kunnugt er hefur náðst samkomulag um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Grænlands. Samkomulagið, sem tekur bæði til afmörkunar fiskveiðilögsögu og landgrunns, gerir ráð fyrir fullum áhrifum Grímseyjar við afmörkunina og því að umdeilt áhrifasvæði Kolbeinseyjar skiptist milli Íslands og Grænlands í hlutföllunum 30:70.
Í samkomulaginu felst að hin umsamda markalína verði virt á yfirstandandi loðnuvertíð. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá formlegum samningi um afmörkunina í haust þegar nákvæmir og endanlegir útreikningar á hinum umsömdu punktum á markalínunni liggja fyrir. Þangað til hafa aðilar komið sér saman um eftirfarandi bráðabirgðapunkta:

G: 67°49}0 N 23°28}0 V
F: 68°05}0 N 21°48}5 V
E: 68°24}5 N 20°00}0 V
D: 68°44}0 N 17°20}0 V
C: 69°03}0 N 15°45}0 V
B: 69°03}5 N 15°29}0 V
A: 69°34}5 N 12°07}4 V

Reykjavík, 11. júlí 1997


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta