Lágflugsæfing vegna æfingarinnar Norður Víkingur ´97
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 69
Dagana 4.-5. ágúst 1997 fer fram lágflugsæfing yfir hálendi Íslands sem liður í varnaræfingunni Norður Víkingur 97.
Á tímabilinu 8:15 - 16:00 mánudaginn 4. ágúst og 10:15 - 13:00 þriðjudaginn 5. ágúst má búast við lágflugi herþotna á svæði sem afmarkað er á meðfylgjandi korti. Flogið verður niður í allt að 500 feta hæð yfir jörð, nokkrar mínútur í senn. Búast má við einhverjum óþægindum fyrir ferðamenn sem leið eiga um svæðið á þessum tíma.
Skipulag lágflugsæfingarinnar er unnið í náinni samvinnu við Flugmálastjórn Íslands.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 18. júlí 1997