Bann við loðnuveiðum fyrir Norðurlandi
Bann við loðnuveiðum
fyrir Norðurlandi
Ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um bann við loðnuveiðum fyrir Norðurlandi sem gildi tekur þriðjudaginn 19. ágúst. Reglugerðin er sett að höfðu samráði við Hafrannsóknastofnunina, en mikið er um smáloðnu á svæðinu og sem stendur ekki hægt að veiða loðnu á stórum svæðum, án þess að valda skaða á ungviðinu.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú við rannsóknir á þessum svæðum og að þeim loknum mun skýrast hvort núverandi ástand er tímabundið eða viðvarandi fram á haustið.
Sjávarútvegsráðuneytið
18. ágúst 1997
18. ágúst 1997