Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 1997 Utanríkisráðuneytið

Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins - Opinber heimsókn til Argentínu

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 74


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, var í opinberri heimsókn í Argentínu dagana 13. – 16. ágúst sl. Með honum í för var 26 manna sendinefnd.

Það er samdóma álit sendinefndarinnar að heimsóknin til Argentínu hafi verið afar gagnleg og miklir möguleikar séu á því að auka viðskipti landanna. Mikill hagvöxtur hefur verið í Argentínu undanfarin ár og sjávarútvegur þar stendur á tímamótum. Bæði stjórnvöld og fulltrúar fjölda fyrirtækja sýndu mikinn áhuga á því að eiga samstarf við Íslendinga við þær breytingar og uppbyggingu sem stendur fyrir dyrum í sjávarútvegi.

Yfir hundrað þátttakendur mættu á viðskiptakynningu sem íslenska sendinefndin stóð fyrir og fulltrúar einstakra íslenskra fyrirtækja önnuðu vart viðtölum sem óskað var eftir í Buenos Aires og Mar de Plata, sem er lang stærsta hafnarborg Argentínu, en um 40% heildarafla Argentínu er landað þar.

Utanríkisráðherra átti fundi, m.a. við Guido Di Tella, utanríkisráðherra, og Felípe Solá, sjávarútvegsráðherra Argentínu. Á þeim fundum kom fram mikill áhugi á að auka tvíhliða samstarf ríkjanna. Einnig var rætt um að auka samskipti EFTA og MERCOSUR í formennskutíð Íslands í EFTA á fyrri hluta næsta árs. Utanríkisráðherra Argentínu er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands á næsta ári.

Í dag hófst opinber heimsókn utanríkisráðherra til Chile og stendur hún til 20. ágúst nk.





Reykjavík 18. ágúst 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta