Opnun sendiráðsskrifstofu í Helsinki
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 75
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra opnaði í dag nýja sendiráðsskrifstofu Íslands í Helsinki í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar Íslands frá 18. júlí 1997.
Hörður H. Bjarnason sendiherra verður áfram sendiherra Íslands gagnvart Finnlandi með aðsetri í Stokkhólmi. Starfsmenn sendiráðsskrifstofunnar eru tveir, Hannes Heimisson, settur sendifulltrúi, chargé d'affaires ad interim, og Sirpa Lehtomäki, staðarráðinn finnskur ritari.
Sendiráðsskrifstofa Íslands í Helsinki er til húsa að Erottajankatu 5, fjórðu hæð, 001 30 Helsinki. Síminn er 358 9 612 2460 og fax 358 9 612 24620.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 25. ágúst 1997.