Starfsreglur sérdeilda - september 1997
Dreifibréf til sveitarstjórna
Starfsreglur sérdeilda
Menntamálaráðuneytið vekur hér með athygli allra sveitarstjórna á ákvæðum 3. mgr. 38. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla þar sem segir: "Menntamálaráðherra staðfestir starfsreglur sérskóla/sérdeilda að fengnum tillögum sveitarstjórna".
Með bréfi þessu fylgja verklagsreglur þar sem fram koma skilgreiningar, skýringar á málsmeðferð og skilyrði sem menntamálaráðuneytið telur að starfsreglur þurfi að uppfylla til að fá staðfestingu menntamálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið óskar eftir því að starfsreglur frá öllum sérskólum/sérdeildum, sem reglur þessar eiga við um, hafi borist ráðuneytinu fyrir árslok 1997.
Verklagsreglur
um viðurkenningu menntamálaráðherra á starfsreglum
sérskóla/sérdeilda
samkvæmt 38. gr. laga nr 66/1995 um grunnskóla.
um viðurkenningu menntamálaráðherra á starfsreglum
sérskóla/sérdeilda
samkvæmt 38. gr. laga nr 66/1995 um grunnskóla.
- Reglur þessar eiga við um sérskóla og sérdeildir á grunnskólastigi.
Með sérskóla er átt við skóla á grunnskólastigi sem sérhæfðir eru í kennslu nemenda sem falla undir 37. gr. grunnskólalaga nr. 66/1995. Dæmi um sérskóla í þessari merkingu eru Öskjuhlíðarskóli, Vesturhlíðaskóli, Einholtsskóli, Dalbrautarskóli.
Með sérdeild er átt við sérhæfðar deildir, hliðstæðar svonefndum sérdeildum ríkisins fyrir flutning grunnskólans, sem starfræktar eru í almennum grunnskóla en taka við nemendum víða að. Dæmi um sérdeildir í þessari merkingu eru Sérdeild fyrir einhverfa í Digranesskóla, Sérdeild fyrir blinda og sjónskerta í Álftamýrarskóla, Sérdeild fyrir hreyfihamlaða í Hlíðaskóla.
Ekki er þörf á staðfestingu ráðherra á starfsreglum sérdeilda sem þjóna einstökum skólum eða skólahverfum.
- að veita nemendum sérhæft námsumhverfi í lengri eða skemmri tíma
- að veita starfsfólki almennra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning"
(sbr. 1. mgr. 38. gr. grunnskólalaga nr. 66/1995).
Samkvæmt þessu verður að gera þá kröfu til starfsreglna að þær innihaldi:
- lýsingu á námsumhverfi, sérstöðu sérskóla/sérdeildar og þjónustu við nemendur,
- lýsingu á því hvernig sérdeild/sérskóli ætlar að veita almennum grunnskólum ráðgjöf og kennslufræðilega þjónustu.
Samkvæmt þessu lagaákvæði gildir að:
- ósk um staðfestingu ráðherra á starfsreglum verður að berast formlega frá sveitarstjórn eða sveitarstjórnum (samtökum sveitarstjórna) sem standa sameiginlega að rekstri sérskóla/sérdeildar,
- í starfsreglum verður að koma fram lýsing á frávikum frá aðalnámskrá grunnskóla og grunnskólalögum ef um það er að ræða í starfsemi sérskóla/sérdeildar.
- Heiti sérskóla/sérdeildar
- Hlutverk og starf (með tilvísun í lög og reglugerðir, önnur hlutverk, stefna, vinnubrögð, markmið og aðferðir, frávik frá almennri námskrá, einstaklingsnámskrár, ráðgjöf)
- Stjórnun (forstöðumaður, valdsvið, skipulag)
- Starfsfólk (sérhæfing, menntun, kennsluhlutverk, ráðgjafarhlutverk)
- Nemendur (reglur um innritun og útskrift)
- Námsumhverfi (húsnæði, aðbúnaður)
- Rekstur (fjármál, samvinna sveitarfélaga)
- Annað sem ábyrgðaraðilar sérskóla/sérdeilda telja þörf á að komi fram.
Reykjavík, 18. september 1997