Hoppa yfir valmynd
22. september 1997 Utanríkisráðuneytið

Viðskiptadagur Íslands og Spánar

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 80

Viðskiptadagur Íslands og Spánar er haldinn í Barcelóna í dag. Hann er haldinn að frumkvæði sendiráðs Íslands í París, Verslunarráðsins í Barcelóna og Verslunarráðs Íslands. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson tekur þátt í viðskiptadeginum ásamt tæplega tvö hundruð íslenskum og spænskum viðskiptaaðilum frá um áttatíu fyrirtækjum. Með viðskiptadegi er verið að koma saman íslenskum og spænskum viðskiptamönnum. Íslenskt viðskiptalíf, ferðaþjónusta, fjármagnsmarkaður og fjárfestingar verða kynnt.

Á meðan viðskiptadeginum stendur verður stofnað íslenskt-spánskt verslunarráð sem mun hafa það hlutverk að þjóna sem vettvangur samskipta milli spánsks og íslensks viðskiptalífs.


Reykjavík, 22. september 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta