Hoppa yfir valmynd
26. september 1997 Utanríkisráðuneytið

Íslensk heilsugæslusveit til Bosníu

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 83

Ísland hefur tekið þátt í friðargæslustörfum í Bosníu-Hersegóvínu síðan 1994, fyrst í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna, UNPROFOR og síðan í friðargæslusveitum undir forystu Atlantshafsbandalagsins, IFOR/SFOR eftir að þær tóku við af Sameinuðu þjóðunum.

Tveir íslenskir læknar, Erla Gerður Sveinsdóttir og Sólveig Dóra Magnúsdóttir og tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar Emilía Petra Jóhannsdóttir og Þórunn Jónsdóttir fara til Bosníu-Hersegóvínu í dag
til að starfa í SFOR.

Íslenska heilsugæslusveitin mun starfa undir verkstjórn breska hersins í Bosníu-Hersegóvínu samkvæmt samstarfssamningi milli utanríkisráðuneytisins og breskra stjórnvalda. Sveitin hefur verið í þjálfunarbúðum breska hersins í Catterick frá því 25. ágúst sl. og kemur til með að dvelja við störf á bresku hersjúkrahúsi í borginni Sipovo og í sjúkraskýlum á nærliggjandi svæðum.

Reykjavík, 29. september 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta