Hoppa yfir valmynd
26. september 1997 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrafundur NATO og Rússlands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 81


Í dag fór fram í New York fyrsti utanríkisráðherrafundur Samstarfsráðs Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Rússlands. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Á dagskrá var vinnuáætlun Samstarfsráðsins til loka þessa árs, framgangur friðarframkvæmdarinnar í Bosníu-Hersegóvínu og framtíðarsamstarf NATO og Rússlands á sviði friðargæslu.

Í máli sínu lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi náins samstarfs aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Rússlands innan hins nýja Samstarfsráðs og lýsti þeirri von að ráðið yrði gagnlegur vettvangur fyrir samstarf aðila í framtíðinni. Hann minnti á mikilvægi öflugrar þátttöku Rússa í Evró-Atlantshafssamvinnuráðinu og í Friðarsamstarfinu og vakti í því samhengi athygli á mikilvægu framlagi Rússa til Samvarðaræfingarinnar sem haldin var á Íslandi í sumar.


                          Reykjavík, 26. september 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta