Niðurstöður starfshópa
Niðurstöður starfshóps um dreifða eignaraðild að útgerðarfyrirtækjum
og starfshóps um endurnýjunarreglur fiskiskipa.
Í upphafi þessa árs skipaði sjávarútvegsráðherra þrjá starfshópa til að vinna að ákveðnum verkefnum á sviði sjávarútvegsmála. Var einum starfshópi falið að fjalla um dreifða eignaraðild að útgerðarfyrirtækjum, öðrum um endurnýjunarreglur fiskiskipa og þeim þriðja um reglur um viðskipti með aflaheimildir. Um svipað leyti skipaði fjármálaráðherra stafshóp til að fjalla um skattalega meðferð viðskipta með veiðiheimildir.
Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun kynnti sjávarútvegsráðherra niðurstöður og tillögur tveggja starfshópa sem luku störfum sínum fyrr í þessari viku. Er þar um að ræða tillögur starfshóps sem fjallaði um dreifða eignaraðild að útgerðarfyrirtækjum og starfshóps sem fjallaði um endurnýjunarreglur fiskiskipa.
Sjávarútvegsráðuneytið
3. október 1997
3. október 1997