Hoppa yfir valmynd
9. október 1997 Utanríkisráðuneytið

Samstarfssamningur við Þjóðræknisfélag Íslendinga

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 84



Í dag var undirritaður í utanríkisráðuneytinu samstarfssamningur milli ráðuneytisins og starfsstjórnar Þjóðræknisfélags Íslendinga. Utanríkisráðherra hefur að beiðni fyrrverandi stjórnar Þjóðræknisfélags Íslendinga haft forgöngu um að endurreisa félagið og skipað starfsstjórn þess til tveggja ára en að þeim tíma loknum verði kallaður saman aðalfundur félagsins samkvæmt nýrri félagaskrá og kosin stjórn.

Starfsstjórnina skipa Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Flugleiðum, formaður, Markús Örn Antonsson, framkvæmdastjóri Ríkisútvarps, Sigurgeir Jónsson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður Hagkaups, Eric Stefansson, fjármálaráðherra Manitobafylkis og Thor Thors, New York.

Þessi ákvörðun er liður í því að efla enn frekar það starf sem unnið hefur verið undanfarin ár við að efla samskiptin við fólk af íslenskum ættum í Vesturheimi. Samkvæmt samstarfssamningnum sem undirritaður var í dag mun félagið taka að sér að sinna ýmsum þáttum varðandi samskiptin við Vestur-Íslendinga og styrkja tengslin við þá, og m.a. styrkja Vesturfarasetrið á Hofsósi og eiga við það samvinnu og styrkja útgáfu Lögbergs-Heimskringlu. Upplýsinga- og menningarskrifstofa fer með málefni Vestur-Íslendinga í utanríkisráðuneytinu og sér um samræmingu aðgerða en Sendiráð Íslands í Washington verður áfram í lykilhlutverki í þessum samskiptum og hefur sendiherrann þar undanfarin ár farið í margar heimsóknir á Íslendingaslóðir í Vesturheimi. Heimsókn forsetahjónanna á þessar slóðir nú í sumar var ánægjuleg staðfesting á mikilvægi þessara samskipta.


Reykjavík, 9. október 1997






( 9. október er dagur Leifs Eiríkssonar í Bandaríkjunum og í dag eru hundrað ár liðin frá því að lýðveldið Nýja Ísland við Winnipegvatn leið undir lok eftir 22 ára tilvist)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta