Loftferðasamningur við Kanada
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 87
Í dag var undirritaður í Reykjavík nýr loftferðasamningur milli Íslands og Kanada. Af hálfu Íslands undirritaði samninginn Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og af hálfu Kanada Marie-Lucie Morin, nýr sendiherra Kanada á Íslandi með aðsetur í Osló. Samningurinn er gerður til tveggja ára og kemur í stað samnings ríkjanna frá 26. september 1995.
Samkvæmt samningnum er Flugleiðum hf. nú heimilt að fljúga til Halifax þrisvar í viku og heldur félagið jafnframt heimild sinni til að fljúga til Montreal tvisvar í viku. Á grundvelli samningsins er kanadískum flugfélögum heimilt leiguflug milli Íslands og Kanada og áfram til þriðja lands um Kanada.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 17. október 1997