Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 1997 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fréttatilkynning nr. 19/1997. Staða samningamála.

Eftirfarandi var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í morgun:

Hér með fylgir staða samningamála fyrir samningstímabilið 1997-2000. Samtals eru gerðir 114 kjarasamningar við 103 viðsemjendur. Lokið er samningum við öll aðildarfélög BHM og BSRB, svo og við KÍ. Þá er öllum samningum við ASÍ lokið nema við Matsveinafélag Íslands. Af sjómannasamningum er aðeins ólokið samningi við Vélstjórafélag Íslands vegna Hafrannsóknastofnunar. Tvö félög ríkisstarfsmanna sem standa utan bandalaga eru enn samningslaus, Læknafélag Íslands vegna sjúkrahúslækna og Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ).

Alls er því ólokið samningum við fjögur félög með 427 félagsmönnum hjá ríkinu. Þrjú þessara mála, þ.e. vegna sjúkrahúslækna (347), hljóðfæraleikara hjá SÍ (76) og vélstjóra á skipum Hafrannsóknastofnunar (2), eru í sáttameðferð hjá ríkissáttasemjara og eru fundir haldnir skv. ákvörðun og undir verkstjórn hans.

 

Fjármálaráðuneytinu, 7. nóvember 1997

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta