Aukinn loðnukvóti íslenskra loðnuskipa
Aukinn loðnukvóti íslenskra loðnuskipa
Ráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um aukningu leyfilegs hámarksafla íslenskra loðnuveiðiskipa.
Að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar var tekin ákvörðun um að kvótinn yrði aukinn um 415.000 lestir. Bráðabirgðakvótinn nam 850.000 lestum og verður því 1.265.000 lestir. Eftir aukninguna sem kemur öll í hlut Íslands verður leyfilegur hámarksafli íslenkra loðnuveiðiskipa 984.475 lestir.
Sjávarútvegsráðuneytið
28. nóvember 1997
28. nóvember 1997