Hoppa yfir valmynd
4. desember 1997 Utanríkisráðuneytið

Undirritun alþj.samn. um bann gegn jarðsprengjum

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________

Nr. 99



Í dag undirritaði ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Helgi Ágústsson, alþjóðasamning um bann gegn notkun, geymslu, framleiðslu og flutningi á jarðsprengjum sem beint er gegn fólki og um eyðileggingu þeirra. Undirritunin fór fram á alþjóðaráðstefnu í Ottawa þar sem eru saman komnir fulltrúar 125 ríkja til að fylgja þessum mikilvæga mannúðarsamningi úr hlaði.


Reykjavík, 4. desember 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta