Hoppa yfir valmynd
17. desember 1997 Matvælaráðuneytið

Kynningarrit um erlenda fjárfestingu

Iðnaðar og viðskiptaráðuneyti
Nr. 24/1997




Kynningarskrifstofur iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta, MIL og Fjárfestingarskrifstofa Íslands, hafa gefið út sameiginlegt fréttabréf á ensku ICELAND INVESTMENT NEWS sem dreift verður til erlendra fyrirtækja sem líkleg eru til að fjárfesta í atvinnurekstri á Íslandi. Í fréttabréfinu er leitast við að endurspegla þá grósku sem verið hefur í erlendri fjárfestingu á Íslandi undanfarið auk þess sem greint er frá verkefnum sem verið er að vinna í en hafa ekki enn orðið að veruleika.

Í ICELAND INVESTMENT NEWS er að finna umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, fjallað er um væntanlegt álver Norðuráls á Grundartanga og stækkun járnblendiverksmiðjunnar og stækkun álversins í Straumsvík. Í blaðinu eru greinar um OZ, harðviðarverksmiðju Aldin á Húsavík, Íslenska farsímafélagið, fjárfestingu norskra aðila í Silfurtúni og kaup CODA samsteypunnar á Íslenskri forritaþróun svo eitthvað sé nefnt.

Sérstök athygli er vakin á því hversu fjölbreytt þau verkefni eru sem erlendir fjárfestar hafa ráðist til þátttöku í á Íslandi að undanförnu. Fjölbreytileikinn endurspeglar þá gjörbreyttu stöðu sem orðið hefur varðandi erlenda fjárfestingu hér á landi undanfarin 2-3 ár og undirstrikar um leið nauðsyn þess að af hálfu stjórnvalda sé stunduð markviss kynning á samkeppnisstöðu landsins og helstu kostum þess gagnvart vænlegum fjárfestum.


Reykjavík, 17. desember 1997.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum