Hoppa yfir valmynd
31. desember 1997 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fréttatilkynning nr. 24/1997. Tollstjórinn í Reykjavík tekur við innheimtu Gjaldheimtunnar í Reykjavík

Frá og með 1. janúar 1998 tekur embætti tollstjórans í Reykjavík við innheimtu á tekjuskatti, eignarskatti og útsvari í Reykjavík. Frá og með sama tíma hættir Gjaldheimtan í Reykjavík starfsemi. Samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg mun embætti tollstjórans í Reykjavík frá áramótum einnig annast innheimtu fasteignagjalda fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Með framangreindri breytingu fer innheimta allra opinberra gjalda í Reykjavík fram hjá embætti tollstjórans. Auk ofangreindra gjalda er einkum um að ræða innheimtu tolla, virðisaukaskatts, vörugjalds, tryggingagjalds, þungaskatts og bifreiðagjalds. Alls mun embætti tollstjórans í Reykjavík fara með innheimtu rúmlega 70% opinberra gjalda í landinu. Aðalskrifstofa embættisins er í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19.

Ríkið og Reykjavíkurborg hafa um árabil rekið Gjaldheimtuna í Reykjavík í góðri samvinnu. Miklar breytingar hafa átt sér stað á skattstofnum sveitarfélaga og því þykir ekki lengur hentugt að reka innheimtuskrifstofu sameiginlega.

Fjármálaráðuneytinu 30. desember 1997.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta