Reglugerð um bann við veiðum milli lands og Vestm.
Reglugerð
um bann við veiðum
milli lands og Vestmannaeyja
Ráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um bann við veiðum milli lands og Vestmannaeyja sem tekur gildi 1. janúar 1998. Samkvæmt reglugerð þessari eru veiðar með öllum veiðarfærum bannaðar á tilgreindu svæði og er reglugerðin sett til þess að koma í veg fyrir skemmdir á vatnsleiðslum og rafstrengjum sem þar liggja. Sams konar ákvæði voru í lögum nr. 81/1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem falla úr gildi um áramótin. Í lögum sem leysa eldri lögin af hólmi er hins vegar gert ráð fyrir að kveðið sé á um slík veiðibönn til að koma í veg fyrir skemmdir á neðansjávarstrengjum í sérstökumr reglugerðum og er þessi reglugerð því gefin út.
Mörkun svæðisins er óbreytt frá því sem verið hefur og var um það haft samráð við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum.
Sérstaklega skal áréttað að bannið tekur til notkunar allra veiðarfæra.
Sjávarútvegsráðuneytið
31. desember 1997
31. desember 1997