Hoppa yfir valmynd
21. janúar 1998 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árni Bragason forstjóri Náttúruverndar ríkisins

Renna yfir myndina
siv_i_asbyrgi
Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hefur skipað Árna Bragason forstjóra Náttúruverndar ríkisins, að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. Árni er skipaður forstjóri frá og með 1. febrúar, en hann tekur við af Aðalheiði Jóhannsdóttur, sem óskað hafði eftir lausn frá störfum. Átta umsækjendur voru um stöðuna.

Árni Bragason er forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá, en hann hefur gegnt því starfi frá árinu 1990. Hann lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1976 og doktorsprófi í jurtakynbótum frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1986.

Fréttatilkynning nr. 5/1998
Umhverfisráðuneytið

Renna yfir myndina
siv_i_asbyrgi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta