Hoppa yfir valmynd
22. janúar 1998 Matvælaráðuneytið

Rgl. um botn- og flotvörpur og rgl. um möskvamæla og framkvæmd möskvamælinga

Reglugerð um botn- og flotvörpur
Reglugerð um möskvamæla
og framkvæmd möskvamælinga



Ráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um botn- og flotvörpur. Í reglugerð þessari er kveðið á um möskvastærðir í helstu tegundum varpna og frágang þeirra. Eru nokkrar breytingar gerðar á gildandi reglum en flestar þeirrar eru aðeins til einföldunar og samræmingar. Veigamesta breytingin felst í því að lágmarks-möskvastærð í botn- og flotvörpum verður 135 mm allt umhverfis landið. Hins vegar verður óheimilt að nota svonefnda "pólska klæðningu" á poka norðan ákveðinnar línu, ef 135 mm riðill er notaður í poka. Sú lína, sem hér er miðað við, kemur í stað þeirrar línu, sem kölluð hefur verið "pokalínan" og markað hefur þau svæði þar sem skylt hefur verið að nota 155 mm riðil í poka. Línan hefur hins vegar verið færð lítillega til svo hún falli betur að togveiðiheimildum skipa.

Jafnframt hefur ráðuneytið gefið út reglugerð um möskvamæla og framkvæmd möskvamælinga. Þar eru settar þær reglur sem gilda um mælingu möskva í öllum veiðarfærum og eru þar felldar saman reglur, sem verið hafa í ýmsum reglugerðum.

Ofangreindar reglugerðir taka gildi 1. mars 1998 og mun ráðuneytið á næstu dögum senda útgerðum og öðrum sem málið mest varðar þessar reglugerðir.

Sjávarútvegsráðuneytið
21. janúar 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum