Hoppa yfir valmynd
30. janúar 1998 Matvælaráðuneytið

Frekari rannsóknir á loðnu- og síldargöngum. 30.01.98

Frekari rannsóknir
á loðnu- og síldargöngum



Síðast liðnar fjórar vikur hafa rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson verið við rannsóknir á loðnu- og síldargöngum út af Norðaustur-, Austur- og Suðausturlandi. Veður hamlaði mjög rannsóknum en þá er gaf fannst lítið af loðnu. Niðurstöður bergmálsmælinganna á síld benda og til að mikið vanti þar á, miðað við mælingar þær, sem fram hafa farið á undanförnum árum.

Þar sem hér er um mjög mikilvægt verkefni að ræða, taldi Hafrannsóknastofnunin mikilvægt að reynt yrði að ná nýrri mælingu á loðnustofninum, bæði þeim hluta hans sem væntanlegur er til hrygningar nú í vor en einnig á ókynþroska hluta hans, þannig að m.a. yrði unnt að ákveða upphafskvóta á næstu vertíð. Auk þess taldi Haf-rannsóknastofnunin, að brýnt væri að fylgjast með síldargöngunum auk þess sem áhugavert væri að athuga hvort unnt væri að mæla kolmunnagöngu, sem nú er útaf SA-landi. Hins vegar hafði ekki verið gert ráð fyrir þessum auknu umsvifum í áætlun-um Hafrannsóknastofnunarinnar verið gert ráð fyrir þessum auknu umsvifum og var því farið fram á við sjávarútvegsráðuneytið að aflað yrði viðbótarfjárveitingar til að standa undir þeim aukakostnaði sem af þessum auknu rannsóknum leiddi.

Á ríkistjórnarfundi nú í morun var samþykkt að verða við þessari beiðni og er að því stefnt að rannsóknaskipið Árni Friðríksson haldi til frekari rannsókna í byrjun næstu viku.

Sjávarútvegsráðuneytinu
30. janúar 1998.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum