Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 1998 Matvælaráðuneytið

Fiskistofa og Löggildingarst.í þróunarverkefni á Sri Lanka. 06.02.98

Fiskistofa og Löggildingarstofa
í þróunarverkefni á Sri Lanka.


Gengið hefur verið frá samningi á milli Fiskistofu og ráðgjafarfyrirtækisins HIFAB í Svíþjóð um þátttöku Fiskistofu í þróunarverkefni á Sri Lanka sem HIFAB hefur tekið að sér að vinna fyrir sænsku þróunarstofnunina SIDA.

Verkfenið felst í því að aðstoða sjávarútvegsráðuneytið í Sri Lanka við að breyta lögum og reglugerðum til samræmis við þær kröfur sem gerðar eru af Evrópusambandinu og á öðrum markaðssvæðum til þess að selja megi sjávarafurðir þar. Þá verður Fiskistofa til ráðuneytis um uppbyggingu á stjórnsýslustofnun á Sri Lanka sem beri ábyrgð á því að farið verði eftir hinum nýju reglum og hafi eftirlit með framleiðslu og meðferð sjávarafurða.

Einnig verður veitt ráðgjöf í sambandi við starfsemi rannsóknastofnana á sviði sjávarútvegs og loks verður sérstök áhersla lögð á meðferð afla um borð í fiskiskipum á uppbyggingu gæðakerfa í fiskvinnsluhúsum og á menntun starfsfólks til sjós og lands. Verkefninu í heild skal lokið á tveimur árum.

Í starfshópi þeim sem tekur þátt í þessu þróunarverkefni eru íslenskir, danskir og sænskir ráðgjafar en af hálfu Fiskistofu eru það þeir Þórður Ásgeirsson, Fiskistofustjóri, Halldór Ó. Zoega, forstöðumaður gæðastjórnunarsviðs, og Sigurlinni Sigurlinnason, deildarstjóri.

Löggildingarstofan tekur einnig þátt í þróunarverkefni þessu og er Gylfi Gautur Pétursson, forstjóri Löggildingarstofu, í starfshópnum.

Sjávarútvegsráðuneytið
6. febrúar 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum