CLRTAP-samningur gegn mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna samþykktur
Samkomulag hefur tekist á milli iðnríkja í Evrópu og Norður-Ameríku um að aðilar hætti notkun ákveðinna þrávirkra lífrænna efna og takmarki notkun og losun annarra. Efnin sem um ræðir eru að mati íslenskra stjórnvalda ein helsta framtíðarógn við nýtingu íslensks sjávarfangs, þar sem þau berast í norður með loft- og hafstraumum og eyðast seint í náttúrunni.
Samkomulagið er í formi viðauka við CLRTAP-samninginn um mengun, sem berst langar leiðir í lofti. Samningurinn er gerður innan vébanda ECE (Economic Commission of Europe), sem í eru ríki Vestur- og Austur-Evrópu, ásamt Bandaríkjunum og Kanada. Gengið var frá samkomulaginu á föstudag, en til stendur að umhverfisráðherrar Evrópuríkja skrifi undir hann á fundi sínum í Árósum í júní nk.
Tíu efni eru á "útrýmingarlista" í viðaukanum, en þau eru: Aldrin, chlordane, chlorderone, dieldrin, endrin, heptaklór, hexabromobiphenyl, hexachlorobenzene, mirex og toxaphene.
Skordýraeitrið DDT er reyndar einnig á lista yfir efni sem hætta ber notkun á, en vegna þess að enn er talin nauðsyn á notkun þess til að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdóma eins og malaríu er gert ráð fyrir áframhaldandi takmarkaðri notkun. Gert er ráð fyrir að notkun á DDT verði endurskoðuð reglulega innan samningsins og framleiðslu þess hætt jafnskjótt fundnir eru staðgenglar fyrir efnið.
Í viðaukanum eru einnig sett markmið um að hætta notkun á PCB í löndum Austur-Evrópu. Gert er ráð fyrir áframhaldandi takmarkaðri notkun á skordýraeitrinu HCH (lindane). Að lokum er gert ráð fyrir því að ríki takmarki losun á díoxínum og fúrönum, með því að beita bestu fáanlegu tækni til að draga úr losun þessarra efna.
Samkomulag ríkja á þessum vettvangi ýtir undir bjartsýni um að árangur geti náðst í samningaviðræðum um hnattrænan samning um þrávirk lífræn efni, sem hefjast í júní nk., en íslensk stjórnvöld hafa verið í fararbroddi fyrir gerð þess samnings undanfarin ár.
Samkomulagið er í formi viðauka við CLRTAP-samninginn um mengun, sem berst langar leiðir í lofti. Samningurinn er gerður innan vébanda ECE (Economic Commission of Europe), sem í eru ríki Vestur- og Austur-Evrópu, ásamt Bandaríkjunum og Kanada. Gengið var frá samkomulaginu á föstudag, en til stendur að umhverfisráðherrar Evrópuríkja skrifi undir hann á fundi sínum í Árósum í júní nk.
Tíu efni eru á "útrýmingarlista" í viðaukanum, en þau eru: Aldrin, chlordane, chlorderone, dieldrin, endrin, heptaklór, hexabromobiphenyl, hexachlorobenzene, mirex og toxaphene.
Skordýraeitrið DDT er reyndar einnig á lista yfir efni sem hætta ber notkun á, en vegna þess að enn er talin nauðsyn á notkun þess til að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdóma eins og malaríu er gert ráð fyrir áframhaldandi takmarkaðri notkun. Gert er ráð fyrir að notkun á DDT verði endurskoðuð reglulega innan samningsins og framleiðslu þess hætt jafnskjótt fundnir eru staðgenglar fyrir efnið.
Í viðaukanum eru einnig sett markmið um að hætta notkun á PCB í löndum Austur-Evrópu. Gert er ráð fyrir áframhaldandi takmarkaðri notkun á skordýraeitrinu HCH (lindane). Að lokum er gert ráð fyrir því að ríki takmarki losun á díoxínum og fúrönum, með því að beita bestu fáanlegu tækni til að draga úr losun þessarra efna.
Samkomulag ríkja á þessum vettvangi ýtir undir bjartsýni um að árangur geti náðst í samningaviðræðum um hnattrænan samning um þrávirk lífræn efni, sem hefjast í júní nk., en íslensk stjórnvöld hafa verið í fararbroddi fyrir gerð þess samnings undanfarin ár.
Fréttatilkynning nr. 7/1998
Umhverfisráðuneytið