Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 1998 Matvælaráðuneytið

Nr. 01/1998 - Blaðamannafundur

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu um blaðamannafund 19.02.1998 kl: 15:00 í Borgartúni

 

Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði 7. mars 1997 til að gera tillögur um hvernig unnt væri að auðvelda skotveiðimönnum aðgang að jörðum í ríkiseign hefur skilað áliti dags. 18. desember 1997. Ástæður fyrir skipun nefndarinnar voru þær að töluverð fjölgun skotveiðimanna hefur orðið á undanförnum árum sem haft hefur í för með sér þörf fyrir aukið landrými fyrir þessar veiðar og útivist en einnig hefur gætt töluverðrar óánægju meðal skotveiðimanna vegna takmarkana á aðgengi þeirra að landsvæðum í ríkiseign. Nefndinni var ætlað að koma með tillögur um hvaða fyrirkomulag yrði best að hafa á skipulagi, eftirliti og útgáfu leyfa til skotveiði á þessum jörðum o.fl. atriða sem þessu kynnu að tengjast.
Í nefndinni áttu sæti Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Einar K. Haraldsson, varaformaður Skotveiðifélags Íslands, Hrafnkell Karlsson, bóndi, Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri fulltrúi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, Jón Höskuldsson, skrifstofustjóri og Jón Loftsson, skógræktarstjóri. Í fjarveru Ólafs Arnar Haraldssonar tók Jón Erlingur Jónasson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra við formennsku í nefndinni frá 1. nóvember 1997. Ritari nefndarinnar var Sigríður Norðmann, lögfræðingur.

Er hér með boðað til blaðamannafundar til kynningar á málinu og verða auk landbúnaðarráðherra nefndarmenn til svara um álitið.

Landbúnaðarráðuneytið 19.02.98

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta