Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 1998 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Svæðisskipulag norðan Skarðsheiðar staðfest

Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hefur staðfest Svæðisskipulag norðan Skarðsheiðar 1997-2017, er tekur til fimm sveitarfélaga: Andakílshrepps, Hálsahrepps, Lundarreykjadalshrepps, Reykholtsdalshrepps og Skorradalshrepps. Frestað er staðfestingu á vegstæði Borgarfjarðarfjarðarbrautar milli Flókadalsár og Kleppjárnsreykja, í samræmi við tillögu samvinnunefndar sveitarfélaganna, sem vann að skipulaginu.

Umhverfisráðherra hefur tvívegis úrskurðað í kærum vegna mats á umhverfisáhrifum á tveimur veglínum Borgarfjarðarbrautar, þar sem úrskurðir skipulagsstjóra voru staðfestir og komist að þeirri niðurstöðu að báðir valkostir væru viðunandi. Það er nú heimamanna að velja á milli þessarra kosta, en skv. nýjum byggingar- og skipulagslögum eru ábyrgð og forræði í skipulagsmálum færð í auknum mæli heim í hérað.

Ráðuneytið hefur í bréfi til oddvita ofangreindra sveitarfélaga bent á eftirtaldar leiðir, sem til greina koma til að velja vegstæði Borgarfjarðarbrautar:

1. Hlutaðeigandi sveitarstjórnir myndi sérstaka samvinnunefnd skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga, sem fái það verkefni að komast að niðurstöðu svo fljótt sem auðið er um veglínu á milli Flókadalsár og Kleppjárnsreykja.
2. Sveitarstjórn Reykholtsdalshrepps vinni aðalskipulag fyrir sveitarfélagið.
3. Sveitarstjórn Reykholtsdalshrepps fái meðmæli Skipulagsstofnunar til að veita heimild til framkvæmda við umrædda vegagerð, enda liggi fyrir ósk Vegagerðarinnar um heimild til framkvæmda.
Fréttatilkynning nr. 10/1998
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta