Tvöföldun Gullinbrúar matsskyld
Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hefur sent gatnamálastjóranum í Reykjavík svar við beiðni hans um afstöðu umhverfisráðuneytisins varðandi mat á umhverfisáhrifum vegna tvöföldunar á Gullinbrú. Það er mat umhverfisráðuneytisins að tvöföldun Gullinbrúar og akbrautarinnar frá Höfðabakka við Stórhöfða að Strandvegi við Hallsveg sé matsskyld framkvæmd, enda sé um nýframkvæmd að ræða.
Ráðuneytið óskaði umsagnar skipulagsstjóra ríkisins á erindi gatnamálastjóra. Í umsögn hans kom fram að skv. ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum teldist tvöföldun Gullinbrúar matsskyld og var m.a. vísað til þess að umhverfisáhrif allra meiriháttar nýframkvæmda við stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins hafa verið metin skv. lögunum.
Umhverfisráðuneytið vill taka fram að skipulagsáætlun ein og sér veitir ekki heimild til framkvæmda í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum.
Ráðuneytið óskaði umsagnar skipulagsstjóra ríkisins á erindi gatnamálastjóra. Í umsögn hans kom fram að skv. ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum teldist tvöföldun Gullinbrúar matsskyld og var m.a. vísað til þess að umhverfisáhrif allra meiriháttar nýframkvæmda við stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins hafa verið metin skv. lögunum.
Umhverfisráðuneytið vill taka fram að skipulagsáætlun ein og sér veitir ekki heimild til framkvæmda í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum.
Fréttatilkynning nr. 11/1998
Umhverfisráðuneytið