Hoppa yfir valmynd
10. mars 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 015, 10. mars 1998: Utanríkisráðherra lýsir áhyggjum vegna ástandsins í Kosovo.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________




Nr. 15.

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lýsir yfir þungum áhyggjum vegna hins alvarlega ástands sem skapast hefur í Kosovo.

Hann fordæmir voðaverk serbneskra stjórnvalda og tekur undir kröfu hins alþjóðlega samfélags um að binda tafarlausan endi á blóðbaðið. Jafnframt að hafnar verði pólitískar viðræður hið fyrsta til að finna friðsamlega lausn á framtíðarskipan Kosovo.

Íslensk stjórnvöld taka undir sjónarmið samskiptahópsins sem fram koma í hjálagðri yfirlýsingu.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 10. mars 1998

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta