Hoppa yfir valmynd
17. mars 1998 Utanríkisráðuneytið

17. mars 2001: Fréttatilkynning frá skrifstofu Norðurlandamála

Fréttatilkynning
Norðurlandaskrifstofa forsætisráðuneytis


Halldór Ásgrímsson, utanríkis- og samstarfsráðherra sat í dag,
þriðjudaginn 17. mars, fund samstarfsráðherra Norðurlanda og fund
samstarfsráðherranna með sendiherrum norrænu ríkjanna í Brussel.

Á fundi samstarfsráðherranna innbyrðis var m.a. rætt um samnorræna
stefnumótun á sviði rannsókna og samstarf Norðurlanda við grannsvæði
þeirra í kringum Eystrasalt.

Á fundinum með sendiherrum norrænu ríkjanna var formennskuáætlun Svía
kynnt auk þess sem rætt var um þau mál sem efst eru á baugi í
Evrópusamstarfinu og áhrif þeirra málefna á Norðurlönd og norrænt
samstarf. Meðal þeirra mála sem rædd voru má nefna málefni Schengen,
tillögur Finna um Norðlæga vídd innan Evrópusamstarfsins, stækkun
Evrópusambandsins og stöðuna hvað varðar sambandið á sviði atvinnu- og
umhverfismála.

17. mars 1998

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta