Hoppa yfir valmynd
20. mars 1998 Forsætisráðuneytið

Skipun Þjóðhátíðarsjóðs

Þjóðhátíðarsjóður er starfræktur samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 361 frá 30. september 1977 í þeim tilgangi að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Stofnfé sjóðsins var ágóði af útgáfu Seðlabanka Íslands á þjóðhátíðarmynt í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi árið 1974. Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjópðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs, annar fjórðungur til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns, en að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans. Ráðstöfunartekjur sjóðsins námu á síðasta ári 5 millj. kr.

Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag var Hulda Valtýsdóttir blaðamaður tilnefnd til að taka sæti í stjórn sjóðsins til ársloka árið 2001 og Guðmundur Árnason skrifstofustjóri til að vera varamaður hennar. Hefur forsætisráðherra skipað þau hin sömu til að vera formaður stjórnar og staðgengil hans.

Aðrir í stjórn sjóðsins eru Birgir Ísleifur Gunnarsson bankastjóri, tilnefndur af Seðlabanka Íslands, og Eiríkur Guðnason bankastjóri til að vera varamaður hans, og á Alþingi hafa verið kjörin Jónína Michaelsdóttir rithöfundur og Halldóra Rafnar blaðamaður til að vera varamaður hennar, Hulda Kristinsdóttir kjólameistari og Rannveig Edda Hálfdánardóttir til að vera varamaður hennar og Björn Teitsson skólameistari og Vigdís Hauksdóttir húsmóðir til að vera varamaður hans.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta