Hoppa yfir valmynd
25. mars 1998 Innviðaráðuneytið

Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið

Í október 1996 gaf ríkisstjórn Íslands út ritið "Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið". Í ritinu kemur fram sá ásetningur að upplýsingatæknin verði sem best nýtt til að tryggja vaxandi hagsæld í landinu svo unnt verði að halda uppi velferðarkerfi og menningarstigi eins og best gerist. Þessi ásetningur kemur vel fram í yfirmarkmiði framtíðarsýnarinnar sem hljóðar svo:

Íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar.

Til þess að koma stefnu ríkisstjórnarinnar í framkvæmd hefur verið sett á stofn þróunarverkefni um íslenska upplýsingasamfélagið. Verkefnið stendur yfir í 5 ár, frá 1. sept. 1997 til 1. sept. 2002 og miðar að því að koma stefnu og framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið í framkvæmd. Í október 1997 tók til starfa verkefnisstjórn sem stýrir verkefninu fyrir hönd forsætisráðuneytis.



Skipurit

Verkefnisstjórn
Verkefnanefndir á vegum ráðuneyta







Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta