Fallist á lagningu Búrfellslínu 3A
Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hefur fallist á lagningu 400 kV Búrfellslínu 3A frá Búrfellsvirkjun að Lyklafelli við Sandskeið. Að mati umhverfisráðuneytisins hefur lagning línunnar neikvæð áhrif á umhverfið á svonefndri Ölkelduhálsleið, þ.e. frá Sogi um Ölkelduháls að Orustuhólshrauni, en á hinn bóginn er ljóst að Landsvirkjun hafði ótvírætt leyfi iðnaðarráðherra frá árinu 1991 til að leggja 220 kV línu eftir þeirri leið, þannig að svigrúm umhverfisyfirvalda var í raun takmarkað við að meta umhverfisáhrif 400 kV línu umfram þau sem hlytust af 220 kV línu, þ.e. spennuhækkunarinnar fremur en línustæðisins sjálfs.
Í úrskurði skipulagsstjóra frá 23. janúar sl. um mat á umhverfisáhrifum 400 kV Búrfellslínu 3A var krafist frekara mats og að borin yrðu saman umhverfisáhrif línunnar á Ölkelduhálsleið annars vegar og svonefndri Ölfusleið hins vegar, þ.e. frá Sogi um Grafningsháls og Ölfus að Orustuhólshrauni. Landsvirkjun kærði þennan úrskurð til umhverfisráðherra, sem hefur nú fallist á lagningu línunnar. Í niðurstöðu umhverfisráðuneytisins segir m.a. að hlutaðeigandi sveitarfélög, þ.e. Grafningshreppur, Ölfushreppur og Hveragerðisbær, hafi lýst sig andvíg Ölfusleið.
Í úrskurði ráðuneytisins segir orðrétt: "Að mati ráðuneytisins er ljóst að hin fyrirhugaða lagning 400 kV Búrfellslínu 3A og sú röskun á landi sem fylgir framkvæmdinni, þar með talið vegna vegagerðar, hafa neikvæð áhrif á umhverfið á svonefndri Ölkelduhálsleið. Umrætt svæði er að miklu leyti ósnortið og mun framkvæmdin tvímælalaust rýra útivistargildi þess." Fyrir liggi hins vegar að Landsvirkjun hafi leyfi frá iðnaðarráðherra frá 1991 til að leggja 220 kV línu þessa leið og skv. ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum eru leyfi gefin út fyrir 1. maí 1994 undanþegin slíku mati. Í frummatsskýrslu og kæru Landsvirkjunar kom fram að hún myndi nýta sér heimild sína til að reisa 220 kV Búrfellslínu 3A fengist ekki leyfi fyrir 400 kV línu.
Um það segir í niðurstöðu ráðuneytisins: "Það er mat ráðuneytisins að spennuhækkun Búrfellslínu 3A úr 220 kV í 400 kV ásamt breytingu á möstrum og leiðurum muni ekki hafa í för með sér umtalsvert skaðlegri áhrif á umhverfið en lagning 220 kV línu á svonefndri Ölkelduhálsleið. Breyting vegna lagningar 400 kV línu í stað lagningar 220 kV línu er einkum af sjónrænum toga. Á móti kemur að flutningsgeta línunnar eykst verulega, sem til lengri tíma litið mun verða til þess að þörf fyrir nýjar raflínur frá Þjórsársvæðinu til höfuðborgarsvæðisins verður minni en ella."
Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hefur af því tilefni lýst þeirri skoðun sinni að eðlilegt sé að fella niður þau ákvæði sem veita framkvæmdum með leyfi útgefin fyrir 1. maí 1994 undanþágu frá mati á umhverfisáhrifum, án nokkurra skilyrða.
Í úrskurði skipulagsstjóra frá 23. janúar sl. um mat á umhverfisáhrifum 400 kV Búrfellslínu 3A var krafist frekara mats og að borin yrðu saman umhverfisáhrif línunnar á Ölkelduhálsleið annars vegar og svonefndri Ölfusleið hins vegar, þ.e. frá Sogi um Grafningsháls og Ölfus að Orustuhólshrauni. Landsvirkjun kærði þennan úrskurð til umhverfisráðherra, sem hefur nú fallist á lagningu línunnar. Í niðurstöðu umhverfisráðuneytisins segir m.a. að hlutaðeigandi sveitarfélög, þ.e. Grafningshreppur, Ölfushreppur og Hveragerðisbær, hafi lýst sig andvíg Ölfusleið.
Í úrskurði ráðuneytisins segir orðrétt: "Að mati ráðuneytisins er ljóst að hin fyrirhugaða lagning 400 kV Búrfellslínu 3A og sú röskun á landi sem fylgir framkvæmdinni, þar með talið vegna vegagerðar, hafa neikvæð áhrif á umhverfið á svonefndri Ölkelduhálsleið. Umrætt svæði er að miklu leyti ósnortið og mun framkvæmdin tvímælalaust rýra útivistargildi þess." Fyrir liggi hins vegar að Landsvirkjun hafi leyfi frá iðnaðarráðherra frá 1991 til að leggja 220 kV línu þessa leið og skv. ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum eru leyfi gefin út fyrir 1. maí 1994 undanþegin slíku mati. Í frummatsskýrslu og kæru Landsvirkjunar kom fram að hún myndi nýta sér heimild sína til að reisa 220 kV Búrfellslínu 3A fengist ekki leyfi fyrir 400 kV línu.
Um það segir í niðurstöðu ráðuneytisins: "Það er mat ráðuneytisins að spennuhækkun Búrfellslínu 3A úr 220 kV í 400 kV ásamt breytingu á möstrum og leiðurum muni ekki hafa í för með sér umtalsvert skaðlegri áhrif á umhverfið en lagning 220 kV línu á svonefndri Ölkelduhálsleið. Breyting vegna lagningar 400 kV línu í stað lagningar 220 kV línu er einkum af sjónrænum toga. Á móti kemur að flutningsgeta línunnar eykst verulega, sem til lengri tíma litið mun verða til þess að þörf fyrir nýjar raflínur frá Þjórsársvæðinu til höfuðborgarsvæðisins verður minni en ella."
Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hefur af því tilefni lýst þeirri skoðun sinni að eðlilegt sé að fella niður þau ákvæði sem veita framkvæmdum með leyfi útgefin fyrir 1. maí 1994 undanþágu frá mati á umhverfisáhrifum, án nokkurra skilyrða.
Fréttatilkynning nr. 15/1998
Umhverfisráðuneytið