Nr. 028, 18. apríl 1998:Utanríkisráðherra lýsir áhyggjum vegna aukinnar spennu í samskiptum Rússa og Letta.
Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 28
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, lýsir yfir áhyggjum vegna aukinnar spennu í samskiptum tveggja vinaþjóða Íslendinga, Rússa og Letta.
Hann leggur áherslu á að hótanir um efnahagsþvinganir eigi ekki heima í samskiptum ríkja og harmar sprengingar sem átt hafa sér stað í Lettlandi. Ágreiningurinn um réttindi rússneska minnihlutans í Lettlandi verði einungis leystur með viðræðum fulltrúa Lettlands og Rússlands þar sem gagnkvæm virðing er höfð að leiðarljósi. Hann fagnar því að ríkisstjórn Lettlands hafi farið að ráðum van der Stoehl, fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fyrir minnihlutahópa og lagt tillögur fyrir þjóðþingið, m.a. um að dregin verði til baka umdeild tungumálalöggjöf, að ríkisborgararéttindi barna, sem fædd eru eftir 21. ágúst 1991 verði sjálfkrafa, og afnumið verði kvótakerfi er varðar aldurshópa innflytjenda.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 18. apríl 1998.