Nr. 031, 21. apríl 1998: Fastafloti Atlantshafsbandalagsins heimsækir Reykjavík.
Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 31
Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, Standing Naval Force Atlantic, kemur í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur 24.-27. apríl næstkomandi. Í flotanum eru átta herskip frá sjö aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Spáni.
Íslandsheimsókn fastaflotans er liður í reglubundnum heimsóknum hans til aðildarríkja bandalagsins, en fastaflotinn heimsótti Ísland síðast í ágúst 1996.
Yfirmaður fastaflotans er þýski flotaforinginn Gottfried A.W. Hoch.
Hjálagðar eru nánari upplýsingar um fastaflota Atlantshafsbandalagsins.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 21. apríl 1998.