Hoppa yfir valmynd
21. apríl 1998 Matvælaráðuneytið

Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum vorið 1998.

Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum vorið 1998.



Eins og fram hefur komið er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp til laga um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Ekki er ljóst hvaða reglur koma til með að gilda um þessar veiðar en hins vegar er að því stefnt að veiðarnar hefjist 5. maí, enda hafi þá verið gengið frá þeim reglum, sem um þær gilda.

Eins og kunnugt er hafa veiðar þessar að hluta farið fram innan lögsögu Færeyja og Jan Mayen og verður með nokkrum fyrirvara að sækja um leyfi fyrir íslensk skip til hlutaðeigandi stjórnvalda í Færeyjum og Noregi. Þar sem stuttur tími er til stefnu, eru útgerðir þeirra skipa, sem áhuga hafa á að taka þátt í þessum veiðum, hvattar til að tilkynna það til Fiskistofu og verða slíkar tilkynningar metnar sem fullgildar umsóknir um leyfi til veiðanna. Þegar ákvörðun liggur fyrir um, hvaða skilyrði verða sett fyrir veitingu veiðileyfis verða lok umsóknarfrestsins auglýst og er ljóst að sá frestur verður skammur.

Sjávarútvegsráðuneytið
21. apríl 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum