Hoppa yfir valmynd
30. apríl 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 038, 30. apríl 1998: Fyrirlestur um stórmarkaði í Frakklandi.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 38


Miðvikudaginn 6. maí nk. heldur franskur sérfræðingur, François Cazals, fyrirlestur á vegum viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins (VUR) um smásölumarkaði í Frakklandi. Fyrirlesturinn fer fram á Hótel Sögu í Þingsal A frá kl. 13:00 til 17:00. François Cazals flytur fyrirlesturinn á ensku og nefnist hann ,,A comprehensive overview of the French super- and hypermarkets".

Tilgangurinn með fyrirlestrinum er að veita íslenskum útflytjendum tækifæri til að kynnast frönskum stórmörkuðum og þeim möguleikum sem þar liggja. Jafnframt verður kynnt hvernig íslensk fyrirtæki, smá og stór, geta með bestum hætti komist inn á þennan markað í Frakklandi.

François Cazals hefur áralanga reynslu í sölu- og markaðsmálum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Sem vöruþróunarstjóri, markaðsstjóri, sölustjóri og aðstoðarframkvæmdarstjóri hefur hann mjög yfirgripsmikla innsýn inn í franska smásölumarkaðinn. Í dag rekur hann eigið ráðgjafafyrirtæki, Distriforce, sem hefur sérhæft sig í námskeiðahaldi og fyrirlestrum fyrir viðskiptaskóla.

Verð fyrir fyrirlesturinn er 7.500 kr. á þátttakanda. Þátttökugjald greiðist fyrirfram. Upplýsingar og skráning er hjá utanríkisráðuneytinu í síma 560 9930.

Utanríkisráðuneytið

Reykjavík, 29. apríl 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta