Álit starfshóps um ósnortin víðerni
Starfshópur sem Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra skipaði í september 1997 til að skilgreina hugtakið "ósnortin víðerni" hefur nú lokið störfum og skilað áliti sínu.
Niðurstaða starfshópsins er eftirfarandi:
"Ósnortið víðerni er landsvæði
- þar sem ekki gætir beinna ummerkja mannsins og náttúran fær að þróast
án álags vegna mannlegra umsvifa,
- sem er í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum
ummerkjum, s.s. raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og þjóðvegum
(sbr. vegalög),
- sem er a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar
einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð
vélknúinna farartækja á jörðu."
Í greinargerð starfshópsins segir að meginmarkmið með skilgreiningu og afmörkun ósnortinna víðerna sé að varðveita svæði þar sem náttúran ræður ríkjum og maðurinn kemur eingöngu sem gestur. Nauðsynlegt sé að draga úr ummerkjum um mannvist eins og kostur er á þeim svæðum sem ætlunin er að vernda sem ósnortin víðerni, en óhjákvæmilegt sé að viðurkenna nokkra nýtingu og umferð um ósnortin víðerni. Starfshópurinn leggur til að afmörkuð verði landsvæði, sem eru einkennandi fyrir íslenskt landslag og náttúrufar og eru enn lítt snortin eða óröskuð og settar reglur um verndun þeirra.
Í bréfi starfshópsins til umhverfisráðherra segir að ekki sé hægt að nota orðið "ósnortið" bókstaflega, þar sem beinna og óbeinna áhrifa byggðar og starfsemi mannsins gæti um allt land, sem lýsi sér m.a. í eyðingu skóga, áhrifum beitar, umferð, vegagerð og breytingu á rennsli straumvatna, auk þess sem aðskotaefni vegna hnattrænnar mengunar berist um allt land með vindum og úrkomu. Með bókstaflegri skilgreiningu megi segja að vart finnist lófastór blettur á landinu sem talist gæti ósnortinn, en með raunsærri nálgun megi finna nothæfa skilgreiningu á hugtakinu, sem leggja megi til grundvallar umræðu um náttúruvernd og nýtingu. Með niðurstöðum starfshópsins fylgir kort, sem unnið er upp úr upplýsingum á Íslandskorti Landmælinga Íslands, en tekið er fram að kortið beri að taka með fyrirvara á þessu stigi og að endanlegar upplýsingar um stærð og legu ósnortinna víðerna fáist með nákvæmari úttekt á hverju einstöku svæði.
Starfshópinn skipuðu Kristín Halldórsdóttir, alþingiskona, sem var formaður, dr. Jón Gunnar Ottósson, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands, dr. Kristján Geirsson, tilnefndur af Náttúruvernd ríkisins, Kristján Guðjónsson, tilnefndur af Landmælingum Íslands og Þóroddur Fr. Þóroddsson, tilnefndur af Skipulagi ríkisins. Ritari starfshópsins var Sigmundur Einarsson, deildarsérfræðingur í umhverfisráðuneytinu.
Niðurstaða starfshópsins er eftirfarandi:
"Ósnortið víðerni er landsvæði
- þar sem ekki gætir beinna ummerkja mannsins og náttúran fær að þróast
án álags vegna mannlegra umsvifa,
- sem er í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum
ummerkjum, s.s. raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og þjóðvegum
(sbr. vegalög),
- sem er a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar
einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð
vélknúinna farartækja á jörðu."
Í greinargerð starfshópsins segir að meginmarkmið með skilgreiningu og afmörkun ósnortinna víðerna sé að varðveita svæði þar sem náttúran ræður ríkjum og maðurinn kemur eingöngu sem gestur. Nauðsynlegt sé að draga úr ummerkjum um mannvist eins og kostur er á þeim svæðum sem ætlunin er að vernda sem ósnortin víðerni, en óhjákvæmilegt sé að viðurkenna nokkra nýtingu og umferð um ósnortin víðerni. Starfshópurinn leggur til að afmörkuð verði landsvæði, sem eru einkennandi fyrir íslenskt landslag og náttúrufar og eru enn lítt snortin eða óröskuð og settar reglur um verndun þeirra.
Í bréfi starfshópsins til umhverfisráðherra segir að ekki sé hægt að nota orðið "ósnortið" bókstaflega, þar sem beinna og óbeinna áhrifa byggðar og starfsemi mannsins gæti um allt land, sem lýsi sér m.a. í eyðingu skóga, áhrifum beitar, umferð, vegagerð og breytingu á rennsli straumvatna, auk þess sem aðskotaefni vegna hnattrænnar mengunar berist um allt land með vindum og úrkomu. Með bókstaflegri skilgreiningu megi segja að vart finnist lófastór blettur á landinu sem talist gæti ósnortinn, en með raunsærri nálgun megi finna nothæfa skilgreiningu á hugtakinu, sem leggja megi til grundvallar umræðu um náttúruvernd og nýtingu. Með niðurstöðum starfshópsins fylgir kort, sem unnið er upp úr upplýsingum á Íslandskorti Landmælinga Íslands, en tekið er fram að kortið beri að taka með fyrirvara á þessu stigi og að endanlegar upplýsingar um stærð og legu ósnortinna víðerna fáist með nákvæmari úttekt á hverju einstöku svæði.
Starfshópinn skipuðu Kristín Halldórsdóttir, alþingiskona, sem var formaður, dr. Jón Gunnar Ottósson, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands, dr. Kristján Geirsson, tilnefndur af Náttúruvernd ríkisins, Kristján Guðjónsson, tilnefndur af Landmælingum Íslands og Þóroddur Fr. Þóroddsson, tilnefndur af Skipulagi ríkisins. Ritari starfshópsins var Sigmundur Einarsson, deildarsérfræðingur í umhverfisráðuneytinu.
Fréttatilkynning nr. 18/1998
Umhverfisráðuneytið