Heimsókn sjávarútvegsráðherra Sri Lanka
Fréttatilkynning
Heimsókn sjávarútvegsráðherra Sri Lanka
Sjávarútvegsráðherra Sri Lanka, herra Mahinda Rajapaksha, dvali hér á landi í vikunni í boði sjávarútvegsráðherra Þorsteins Pálssonar. Í sendinefnd ráðherrans voru þrír embættismenn og fimm fulltrúar úr sjávarútveginum þar í landi. Að undanförnu hafa íslenskir aðilar starfað við ráðgjöf varðandi sjávarútveg á Sri Lanka, einkum varðandi gæðastjórnun í fiskvinnslu.
Erindi sendinefndarinnar var að kynna sér íslenskan sjávarútveg. Í því skyni átti nefndin fund með sjávarútvegsráðherra og kynnti sendinefndin sér m.a. starfsemi Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunarinnar, Landhelgisgæslunnar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Þá heimsótti ráðherrann og sendinefnd hans sjávarútvegs- og þjónustufyrirtæki á höfðuborgarsvæðinu og í Vestmannaeyjum
Á þriðjudag gekk ráðherrann á fund forseta Íslands herra Ólafs Ragnars Grímssonar.
Sjávarútvegsráðuneytið
8. maí 1998
8. maí 1998