Hoppa yfir valmynd
12. maí 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 041, 12. maí 1998: Kjarnasprengingar Indverja í tilraunaskyni

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 41

Íslensk stjórnvöld harma mjög að Indverjar hafa sprengt þrjár kjarnasprengjur í tilraunaskyni. Þær komu mjög á óvart eftir tuttugu og fjögurra ára hlé á slíkum tilraunum Indverja og eftir að 144 ríki undirrituðu haustið 1996 samninginn um algjört bann við kjarnasprengingum í tilraunaskyni.

Íslensk stjórnvöld hvetja Indverja til að hætta við öll frekari áform um kjarnasprengingar í tilraunaskyni, enda leiða þær einungis til ótryggara öryggisástands í Suður-Asíu og geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, þar á meðal umhverfisspjöll.

Ofangreindum íslenskum sjónarmiðum verður komið á framfæri við indversk stjórnvöld.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 12. maí 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta