Hoppa yfir valmynd
13. maí 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 042, 13. maí 1998: Yfyrlýsing utanríkisráðherra Norðurlandanna vegna kjarnasprenginga Indverja í tilraunaskyni.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 42.

Þrátt fyrir hörð mótmæli hins alþjóðlega samfélags hafa Indverjar sprengt tvær kjarnaspregjur í tilraunaskyni til viðbótar þeim þremur, sem tilkynnt var um sl. mánudag.

Ráðuneytið vísar til fyrri fréttatilkynningar um málið (nr. 41).

Utanríkisráðherrar Norðurlanda hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um málið og fylgir hún hjálagt.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 13. maí 1998.


    KJARNASPRENGINGAR INDVERJA Í TILRAUNASKYNI

    YFIRLÝSING UTANRÍKISRÁÐHERRA NORÐURLANDANNA


    Utanríkisráðherrar Norðurlandanna fimm áfellast Indverja harðlega fyrir kjarnasprengingar í tilraunaskyni síðastliðinn mánudag og í dag.

    Endurteknar kjarnasprengingar Indverja í tilraunaskyni, sem brjóta ótvírætt í bága við alþjóðlegar viðmiðanir og stríða gegn sterkum viðbrögðum þjóða heims, ógna öryggi svæða og hamla gegn alþjóðlegri viðleitni til að útrýma kjarnavopnum og koma í veg fyrir dreifingu þeirra.

    Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hvetja Indverja til þess að forðast aðgerðir sem leitt gætu til versnandi ástands, endurskoða kjarnorkuáætlanir sínar og virða samning um algert bann við kjarnasprengingum í tilraunaskyni og samning um að dreifa ekki kjarnavopnum.

    Þeir leggja áherslu á úrslitaþýðingu beggja þessara samninga fyrir alþjóðlega viðleitni til að koma í veg fyrir fjölgun kjarnavopna og útrýma kjarnavopnum.

    Ráðherrarnir hvetja öll ríki á því svæði sem um ræðir til að gæta stillingar í hvívetna, forðast kapphlaup um kjarnavopn og varðveita frið og stöðugleika á svæðinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta