Úrskurðarnefnd vegna laga um hollustuhætti
Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hefur skipað úrskurðarnefnd vegna laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Sigurmar K. Albertsson, hrl., er formaður nefndarinnar, en einnig eiga í henni sæti Gunnar Eydal, skrifstofustjóri og Óðinn Elísson, héraðsdómslögmaður. Varaformaður nefndarinnar er Lára G. Hansdóttir, héraðsdómslögmaður, en aðrir varamenn eru þau Heiðrún Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi.
Nefndin tekur þegar til starfa og er skipuð til 11. maí 2002. Úrskurðarnefnd samkvæmt lögum 81/1988 mun starfa fram til 1. júlí nk. og ljúka málum sem kærð hafa verið samkvæmt þeim lögum.
Nefndin tekur þegar til starfa og er skipuð til 11. maí 2002. Úrskurðarnefnd samkvæmt lögum 81/1988 mun starfa fram til 1. júlí nk. og ljúka málum sem kærð hafa verið samkvæmt þeim lögum.
Fréttatilkynning nr. 21/1998
Umhverfisráðuneytið