Hoppa yfir valmynd
29. maí 1998 Matvælaráðuneytið

Leyfður heildarafli fiskveiðiárið 1998/1999.

Fréttatilkynning

Ákvörðun leyfðs heildarafla
á komandi fiskveiðiári


Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið leyfilegan heildarafla fyrir einstakar fisktegundir á næsta fiskveiðiári. Er hann tilgreindur hér á eftir og einnig tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um leyfilegan heildarafla.

Tillaga
Hafrannsókna-
stofnunarinnar
Leyfilegur
heildarafli
Tegundir
Lestir
Lestir
Þorskur
250.000
250.000
Ýsa
35.000
35.000
Ufsi
30.000
30.000
Karfi
65.000
65.000
Grálúða
10.000
10.000
Steinbítur
13.000
13.000
Skarkoli
7.000
7.000
Langlúra
1.100
1.100
Sandkoli
7.000
7.000
Skrápflúra
5.000
5.000
Síld
90.000
*
70.000
Hörpuskel
9.800
9.800
Humar
1.200
1.200
Innfjarðarækja
5.050
**
5.050
Úthafsrækja
60.000
*
60.000
        * Að meðtöldum heimildum frá yfirstandandi fiskveiðiári
        ** Upphafskvóti til bráðabirgða.

Ákvörðun um heildarafla af loðnu verður tekin síðar. Ísland hefur gert tillögu um upphafskvóta sem tekur mið af því að leyfður heildarafli á vertíðinni verði 1.420 þúsund lestir en af því koma 81% eða 1.150 þúsund lestir í hlut Íslands.

Í framangreindri ákvörðun felst að leyfður heildarafli af þorski hækkar frá yfirstandandi fiskveiðiári um 32 þúsund lestir, úthafsrækjuaflinn lækkar um 15 þúsund lestir. Ýsuafli lækkar um 10 þúsund lestir, en ufsa-, karfa-, steinbíts- og grálúðuafli stendur í stað. Skarkolaafli lækkar um 2 þúsund lestir en afli í öðrum kolategundum er óbreyttur. Loks lækkar síldarafli um 30 þúsund lestir en gert er ráð fyrir að tillögur þessar verði endurskoðaðar eftir nýjar stofnstærðarmælingar á hausti komanda. Humarafli verður óbreyttur en hörpudisksafli eykst um 1.800 lestir. Loks er útlit fyrir að loðnuafli verði tæpum 200 þúsund lestum meiri en á síðustu vertíð.

Ráðuneytið mun gefa út reglugerð um veiðar í atvinnuskyni á komandi fiskveiðiári í næsta mánuði.

Sjávarútvegsráðuneytið, 29. maí 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum