Leyfður heildarafli fiskveiðiárið 1998/1999.
Fréttatilkynning
Ákvörðun leyfðs heildarafla
á komandi fiskveiðiári
Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið leyfilegan heildarafla fyrir einstakar fisktegundir á næsta fiskveiðiári. Er hann tilgreindur hér á eftir og einnig tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um leyfilegan heildarafla.
![]() | Tillaga Hafrannsókna- stofnunarinnar | ![]() | Leyfilegur heildarafli |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
Tegundir | Lestir | ![]() | Lestir |
Þorskur | 250.000 | ![]() | 250.000 |
Ýsa | 35.000 | ![]() | 35.000 |
Ufsi | 30.000 | ![]() | 30.000 |
Karfi | 65.000 | ![]() | 65.000 |
Grálúða | 10.000 | ![]() | 10.000 |
Steinbítur | 13.000 | ![]() | 13.000 |
Skarkoli | 7.000 | ![]() | 7.000 |
Langlúra | 1.100 | ![]() | 1.100 |
Sandkoli | 7.000 | ![]() | 7.000 |
Skrápflúra | 5.000 | ![]() | 5.000 |
Síld | 90.000 | * | 70.000 |
Hörpuskel | 9.800 | ![]() | 9.800 |
Humar | 1.200 | ![]() | 1.200 |
Innfjarðarækja | 5.050 | ** | 5.050 |
Úthafsrækja | 60.000 | * | 60.000 |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
- * Að meðtöldum heimildum frá yfirstandandi fiskveiðiári
** Upphafskvóti til bráðabirgða.
Ákvörðun um heildarafla af loðnu verður tekin síðar. Ísland hefur gert tillögu um upphafskvóta sem tekur mið af því að leyfður heildarafli á vertíðinni verði 1.420 þúsund lestir en af því koma 81% eða 1.150 þúsund lestir í hlut Íslands.
Í framangreindri ákvörðun felst að leyfður heildarafli af þorski hækkar frá yfirstandandi fiskveiðiári um 32 þúsund lestir, úthafsrækjuaflinn lækkar um 15 þúsund lestir. Ýsuafli lækkar um 10 þúsund lestir, en ufsa-, karfa-, steinbíts- og grálúðuafli stendur í stað. Skarkolaafli lækkar um 2 þúsund lestir en afli í öðrum kolategundum er óbreyttur. Loks lækkar síldarafli um 30 þúsund lestir en gert er ráð fyrir að tillögur þessar verði endurskoðaðar eftir nýjar stofnstærðarmælingar á hausti komanda. Humarafli verður óbreyttur en hörpudisksafli eykst um 1.800 lestir. Loks er útlit fyrir að loðnuafli verði tæpum 200 þúsund lestum meiri en á síðustu vertíð.
Ráðuneytið mun gefa út reglugerð um veiðar í atvinnuskyni á komandi fiskveiðiári í næsta mánuði.
Sjávarútvegsráðuneytið, 29. maí 1998