Hoppa yfir valmynd
3. júní 1998 Matvælaráðuneytið

Loðnuvertíðin 1998/1999

Loðnuvertíðin 1998/1999

    Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið eftirfarandi varðandi næstu loðnuvertíð:

1. Leyfilegt verður að hefja veiðar 20. júní n.k.

2. Loðnuveiðar íslenskra skipa verða óheimilar frá og með 16. ágúst til og með 30. september.

3. Bráðabirgðakvóti hefur verið ákveðinn 950.000 lestir og af því magni koma 680.200 lestir í hlut Íslands auk þess sem íslensk skip fá 8.000 lestir af kvóta Grænlands sem endurgjald fyrir veiðiheimildir grænlenskra skipa á síðustu loðnuvertíð. Bráðabirgðakvótinn miðast við að endanlegur leyfilegur heildarafli verði 1420.000 lestir og kemur mismunurinn á bráðabirgðakvótanum og endanlegum kvóta allur í hlut Íslands.

Sjávarútvegsráðuneytið
3. júní 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum